— Reuters
FÉLAGAR í svokölluðum „Diablada“-danshópi í Bólivíu efndu í fyrradag til mótmæla við þinghúsið í La Paz. Var tilefnið það, að fegurðardrottningin Karen Schwarz eða Ungfrú Perú er sökuð um að hafa „stolist“ í búninginn þeirra.

FÉLAGAR í svokölluðum „Diablada“-danshópi í Bólivíu efndu í fyrradag til mótmæla við þinghúsið í La Paz. Var tilefnið það, að fegurðardrottningin Karen Schwarz eða Ungfrú Perú er sökuð um að hafa „stolist“ í búninginn þeirra. Ætlar hún að klæðast líkum búningi á þjóðbúningakvöldi í keppninni um Ungfrú alheim. Hafa stjórnvöld í Bólivíu mótmælt því formlega.

Búningur Diablada-dansaranna er þeim háheilagt mál og dansinn líka en hann er af trúarlegum rótum runninn, orðinn til í þeirri deiglu, sem bræddi saman fornar trúarhugmyndir indíána í Andesfjöllum og þær kristnu og kaþólsku hugmyndir, sem þangað bárust með spænsku landvinningamönnunum.