*Iceland Airwaves hátíðin verður haldin dagana 14. til 18. október og nú þegar hafa yfir 40 listamenn verið staðfestir. Tilkynnt hefur verið um átta til viðbótar, einn þeirra er íslenskur (Hafdís Huld) en restin kemur frá hinum Norðurlöndunum.
*Iceland Airwaves hátíðin verður haldin dagana 14. til 18. október og nú þegar hafa yfir 40 listamenn verið staðfestir. Tilkynnt hefur verið um átta til viðbótar, einn þeirra er íslenskur (Hafdís Huld) en restin kemur frá hinum Norðurlöndunum. Um er að ræða Juvelen (Svíþjóð), Oh Land (Danmörk), Darling Don't Dance (Danmörk), When Saints Go Machine (Danmörk), Kakkamaddafakka (Noregur) og Christine Owman (Svíþjóð). Og síðast en ekki síst, The Field frá Svíþjóð. Sveitin er einsmannsverkefni Axel Willner og hefur hún vakið mikla athygli undanfarin misseri. Íslenskar hljómsveitir geta enn sótt um að fá að taka þátt og rennur umsóknarfresturinn út 26. ágúst. Miðasala á hátíðina hefst eftir helgi