[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Isabell Herlov sen tryggði Noregi sigur á Svíum , 1:0, í síðasta æfingaleik þjóðanna í knattspyrnu áður en þær hefja keppni á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi eftir helgina.
I sabell Herlov sen tryggði Noregi sigur á Svíum , 1:0, í síðasta æfingaleik þjóðanna í knattspyrnu áður en þær hefja keppni á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi eftir helgina. Þetta var fyrsta tap sænska landsliðsins á þessu ári og um leið kærkomin hefð hjá norska liðinu sem tapaði fyrir því sænska fyrra á árinu, 5:1.

Engu mátti muna að Herlovsen bætti við öðru marki skömmu fyrir leikslok þegar skot hennar hafnaði í slá sænska marksins.

Íslenska landsliðið er í riðli með því norska á EM. Þjóðirnar mætast á fimmtudaginn í næstu viku en upphafsleikur íslenska landsliðsins verður á mánudag við Frakka.

Svíar verða í riðli með Englendingum , Rússum og Ítölum . Thomas Dennerby , landsliðsþjálfari Svía, sagði tapið fyrir Norðmönnum vera mikil vonbrigði en um áminning fyrir leikmenn sína skömmu fyrir Evrópumeistaramótið. Tapið minnti leikmennina á að aldrei mætti slaka á né vanmeta andstæðinganna.

I nka Grings , markahæsti leikmaður þýska landsliðsins á EM 2005 þegar Þjóðverjar hömpuðu Evrópumeistaratitili, gaf kost á sér í landsliðið á nýjan leik í byrjun þessa árs eftir að hafa nær ekkert leikið með því í tæp fjögur ár. Hún segir leikmenn þýska landsliðsins gera sér ljóst að þeir teljast sigurstranglegir á EM „Við erum vel meðvitaðar um að franska, norska og íslenska landsliðið hafa tekið framförum. Þau má alls ekki vanmeta,“ segir Grings í samtali við vef UEFA .