SAMÞYKKT var nýlega með yfirgnæfandi meirihluta í póstkosningu á Nýja-Sjálandi að foreldrum skuli heimilt að löðrunga börn sín til að aga þau án þess að það teljist vera afbrot.

SAMÞYKKT var nýlega með yfirgnæfandi meirihluta í póstkosningu á Nýja-Sjálandi að foreldrum skuli heimilt að löðrunga börn sín til að aga þau án þess að það teljist vera afbrot.

Fyrir tveim árum voru samþykkt lög sem banna foreldrum að beita líkamlegum refsingum gegn börnum. Voru meðal annars notuð þau rök að tíðni ofbeldis gegn börnum væri hærri í landinu en víðast hvar.

Um 54% kjósenda tóku þátt í póstkosningunni og munu nær 90% hafa stutt leyfi til að löðrunga. Niðurstaðan er þó ekki bindandi og sagðist John Kay forsætisráðherra ekki ætla að beita sér fyrir breytingu á lögunum. kjon@mbl.is