Fyrsti víxlnefurinn Fuglaáhugamenn höfðu lengi beðið eftir því að víxlnefir létu sjá sig hér á landi.
Fyrsti víxlnefurinn Fuglaáhugamenn höfðu lengi beðið eftir því að víxlnefir létu sjá sig hér á landi. — Ljósmynd/Sigmundur Ásgeirsson
VÍXLNEFUR, fuglategund sem telst til finka, sást í fyrsta sinn hér á landi 6. ágúst sl. Yann Kolbeinsson líffræðingur fann fuglinn þar sem hann var í hópi um 20 krossnefja í skógræktinni á Stöðvarfirði.

VÍXLNEFUR, fuglategund sem telst til finka, sást í fyrsta sinn hér á landi 6. ágúst sl. Yann Kolbeinsson líffræðingur fann fuglinn þar sem hann var í hópi um 20 krossnefja í skógræktinni á Stöðvarfirði.

„Það er alltaf spennandi að finna nýja tegund, sérstaklega þessa tegund sem maður var búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Yann. „Við vorum að tala um það í sumar að það væri kominn tími á víxlnef hér. Hann hafði sést nokkrum sinnum í nálægum löndum á fyrri árum, til dæmis í Færeyjum. Svo var einn á Hjaltlandseyjum í lok júlí í sumar og óvenju margir á ferðinni í Vestur-Noregi.“

Til eru fjórar finkutegundir í Evrópu sem eru með krosslögð nef. Það einkennir þessar tegundir að skoltarnir liggja á víxl. Víxlnefir eru aðeins minni en skógarþrestir, styttri á búkinn og virðast þybbnari.

Mikil ganga af krossnefjum, frændum víxlnefja, kom í sumar. Hennar varð fyrst vart í júní og náði hún hámarki í fyrri hluta júlí. Krossnefir hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi. Þeir eru útbreiddir í barrskógum í norðanverðri Evrópu en víxlnefir eru útbreiddari í lerkiskógum. Aðal útbreiðslusvæði víxlnefja er austar en hjá evrópsku krossnefjunum. Víxlnefir halda sig þannig í norðausturhluta Skandinavíu og austur í Rússlandi. gudni@mbl.is