— Morgunblaðið / Heiddi
NÝ og glæsileg viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti var afhent og formlega tekin í notkun á fimmtudag. Í byggingunni eru sex kennslustofur fyrir myndlistarkjörsvið listnámsbrautar skólans og sex almennar kennslustofur, auk mötuneytis á 1. hæð.

NÝ og glæsileg viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti var afhent og formlega tekin í notkun á fimmtudag. Í byggingunni eru sex kennslustofur fyrir myndlistarkjörsvið listnámsbrautar skólans og sex almennar kennslustofur, auk mötuneytis á 1. hæð. Viðstaddir athöfnina voru margir gestir en meðal þeirra sem ávörp fluttu voru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Kristín Arnalds, fv. skólameistari, og Ingvar Sverrisson, sem er formaður skólanefndar.

Baráttan fyrir stærra skólahúsnæði hefur staðið í meira en tuttugu ár. Sagði Kristín Arnalds að nú væri í raun langþráður draumur að rætast. Arkitektar byggingarinnar voru Arkís og aðalverktakar SS-verktakar.

Á myndinni sjást menntamálaráðherra og borgarstjóri skoða bygginguna nýju í fylgd Stefáns Andréssonar áfangastjóra. sbs@mbl.is