LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði bifreið á norðurleið í reglubundnu eftirliti, en í bílnum voru u.þ.b 50 grömm af amfetamíni. Karl og kona á þrítugsaldri voru færð til yfirheyrslu.
LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði bifreið á norðurleið í reglubundnu eftirliti, en í bílnum voru u.þ.b 50 grömm af amfetamíni. Karl og kona á þrítugsaldri voru færð til yfirheyrslu. Grunur kviknaði um að þau hefðu óhreint mjöl í pokahorninu og voru þau færð ásamt bifreiðinni á lögreglustöðina á Blönduósi þar sem leit var gerð á þeim og í bifreiðinni. Neituðu þau þráfaldlega að nokkuð væri gruggugt við ferð sína né að þau hefðu nokkuð að fela. Kallaður var til lögreglumaður með fíkniefnahund lögreglunnar á Blönduósi og fljótlega eftir það fundust ætluð fíkniefni í farangri bifreiðarinnar, en karlmaðurinn viðurkenndi að eiga efnið og hafa ætlað það til sölu og dreifingar á Norðurlandi, þá aðallega á Eyjafjarðarsvæðið.