22. ágúst 1943 Um 820 marsvín rak á land við Búlandshöfða á Snæfellsnesi og í nágrenni hans. Fá dýr voru nýtt. 22. ágúst 1953 Eldur kom upp í bandarískri herflutningaflugvél af gerðinni Boeing C-97 Stratofreighter við lendingu á Keflavíkurflugvelli.

22. ágúst 1943

Um 820 marsvín rak á land við Búlandshöfða á Snæfellsnesi og í nágrenni hans. Fá dýr voru nýtt.

22. ágúst 1953

Eldur kom upp í bandarískri herflutningaflugvél af gerðinni Boeing C-97 Stratofreighter við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Einn lést en níu björguðust, sumir mikið slasaðir.

22. ágúst 1966

Mesti afli í sögu íslenskra síldveiða fékkst þennan dag út af Norðausturlandi og Austurlandi þegar 82 skip veiddu 16.116 lestir.

22. ágúst 1992

Vestnorrænu kvennaþingi á Egilsstöðum lauk með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.

22. ágúst 2004

Ástarvika hófst í Bolungarvík, í fyrsta sinn. Meðal annars var efnt til gönguferðar þar sem fólk átti að ganga arm í arm og hlusta á ástarljóð.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.