Töframaður einn á sjóræningjaskipi sá um að skemmta sjóræningjum á hverju kvöldi með því að sýna ýmis töfrabrögð. Þegar hann var búinn að vera um borð í nokkra daga var hann að verða vitlaus á páfagauk skipstjórans.
Töframaður einn á sjóræningjaskipi sá um að skemmta sjóræningjum á hverju kvöldi með því að sýna ýmis töfrabrögð. Þegar hann var búinn að vera um borð í nokkra daga var hann að verða vitlaus á páfagauk skipstjórans. Vandamálið var að þegar páfagaukurinn var búinn að uppgötva töfrabrögðin skemmdi hann alltaf skemmtiatriðið með því að skrækja: „Sjáiði, þetta er ekki sami hatturinn eða sko hann faldi blómin undir borðinu.“ Töframaðurinn var alveg að fara á taugum yfir þessu þar sem hann hræddist sjóræningjana og þá sérstaklega skipstjórann. Eftir nokkra daga lenti skipið í fárviðri og fórst. Töframaðurinn bjargaði sér á timburfleka úti á miðjum rúmsjó og ekki leið á löngu þar til páfagaukurinn settist á flekann hjá honum, töframanninum til mikillar mæðu. Þarna störðu þeir hvor á annan með algjörum haturssvip án þess að segja stakt orð. Eftir viku sagði páfagaukurinn: ,,Allt í lagi, ég gefst upp. Hvar er skipið?“