Undir kalstjörnu.
Undir kalstjörnu.
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur verið duglegt að senda frá sér bækur í ágústmánuði. Út eru komnar í kilju sögurnar Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon.

BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur verið duglegt að senda frá sér bækur í ágústmánuði.

Út eru komnar í kilju sögurnar Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon. Í Undir kalstjörnu er sögð átakanleg saga drengs sem elst upp í Reykjavík á kreppuárunum upp úr 1930. Bókin var fyrsta bindið í sjálfsævisögulegu verki Sigurðar og vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út árið 1979.

Einnig eru komnar út í kilju spennusagan Kínverjinn eftir Henning Mankell og sígilda sagan Frankenstein í þýðingu Böðvars Guðmundssonar.