TÖLVUSTÝRÐUR kortagrunnur, merktur fyrirtækinu R. Sigmundsson, sýnir jeppaslóða inn í friðland Þjórsárvera, þvert á það sem fram kemur á kortum Landmælinga.

TÖLVUSTÝRÐUR kortagrunnur, merktur fyrirtækinu R. Sigmundsson, sýnir jeppaslóða inn í friðland Þjórsárvera, þvert á það sem fram kemur á kortum Landmælinga. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, vekur athygli á þessu í grein sem hún ritar í blaðið í dag undir fyrirsögninni „Stjórnlaus vegagerð á hálendi Íslands“.

Kolbrún lagði upp í gönguferð um friðland Þjórsárvera fyrir réttum mánuði.

„En á fjórða degi vorum við minnt óþyrmilega á slóðann á tölvustýrða kortagrunninum. Þegar við óðum Miklukvísl við Nautöldu gengum við fram á djúp hjólför eftir jeppa á árbakkanum, ekki bara einn jeppa heldur marga,“ ritar Kolbrún. | 31