Hellisbúar Forsýningagestir virtust skemmta sér vel.
Hellisbúar Forsýningagestir virtust skemmta sér vel. — Morgunblaðið/Heiddi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
EINLEIKURINN Hellisbúinn verður frumsýndur í Íslensku óperunni 3. september næstkomandi. Forsýning var á verkinu á fimmtudaginn þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

EINLEIKURINN Hellisbúinn verður frumsýndur í Íslensku óperunni 3. september næstkomandi. Forsýning var á verkinu á fimmtudaginn þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

Með hlutverk hellisbúans fer Jóhannes Haukur Jóhannesson en verkið er í leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar.

Í upplýsingum um verkið segir að það sé bráðfyndin sýn á nútíma femínisma, mjúka manninn og kynhvötina, sem ásamt túlkun á venjulegum staðreyndum í samböndum geri það að verkum að Hellisbúinn kitli hláturtaugarnar og smjúgi inn í hjartað.