Meistari LaShawn Merritt.
Meistari LaShawn Merritt. — Reuters
HEIMSMETIN létu á sér standa á sjöunda keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í Berlín í gærkvöldi. Aðeins tvö heimsmet hafa verið bætt í Berlín og hefur Usain Bolt frá Jamaíku verið þar að verki í bæði skiptin.

HEIMSMETIN létu á sér standa á sjöunda keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í Berlín í gærkvöldi. Aðeins tvö heimsmet hafa verið bætt í Berlín og hefur Usain Bolt frá Jamaíku verið þar að verki í bæði skiptin. Bandaríkin hafa fengið 6 gullverðlaun fram til þessa en Jamaíka er með 5 gullverðlaun.

LaShawn Merritt frá

Bandaríkjunum sigraði í 400 metra hlaupi karla í gær þegar hann kom í mark á 44,06 sekúndum. Það er mótsmet en heimsmet Michaels Johnson stendur enn, en það setti hann árið 1999, 43,18 sekúndur. Bandaríkjamaðurinn Jeremy Wariner varð annar á 44,06 sekúndum og Renny Quow frá Trínídad varð þriðji á 45,02 sekúndum.

Keppni í 200 metra hlaupi kvenna var mjög jöfn en þar kom Allyson Felix fyrst í mark á 22,02 sekúndum. Veronica Campbell-Brown frá Jamaíku varð önnur á 22,35 sek og Debbie Ferguson-Mckenzie frá Bahama fékk bronsið á 22,41 sek.

Dani Samuels frá Ástralíu fagnaði heimsmeistaratitlinum í kringlukasti kvenna með kasti upp á 65,44 metra. Yarelis Barrios frá Kúbu varð önnur með 65,31 m, og

Nicoleta Grasu frá Rúmeníu fékk brons með kast upp á 65,20 m. seth@mbl.is.