Liðsmenn Jörundar Hjörleifur Valsson og Baldur Trausti Hreinsson.
Liðsmenn Jörundar Hjörleifur Valsson og Baldur Trausti Hreinsson.
MENNINGARNÓTT, hver viðburðurinn rekur annan út um allan bæ og glórulaust að ætla sér að upplifa allt. Kannski að þessi tillaga geti vísað einhverjum veginn.

MENNINGARNÓTT, hver viðburðurinn rekur annan út um allan bæ og glórulaust að ætla sér að upplifa allt. Kannski að þessi tillaga geti vísað einhverjum veginn.

Kron á Laugaveginum verður upphafsstaður að morgni, því þar er forvitnileg ljósmyndasýning með myndum af þeirri Reykjavík sem fáir sjá, bakgörðum og skúmaskotum.

Á Laugavegi 13 er kjörið að staldra við hjá Umboðsmanni barna, og sjá teikningar barna á sýningunni Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Í matarboði með Jörundi

Í Þjóðmenningarhúsinu væri gaman að snæða hádegismat af matseðlinum úr veislunni sem Magnús Stephensen hélt Jörundi hundadagakonungi fyrir 200 árum.

Þaðan liggur leið niður að útitafli í Lækjargötu, þar sem framhaldsskólanemar verða með skemmtun með alls konar atriðum, myndlist, tónlist, dansi og fleiru. Það er uppbyggilegt að fylgjast með því sem unga fólkið er að fást við.

Blómaskreytingarnar á Óðinstorgi hefjast kl. 14 og þar ætla ég að læra að hnýta krans, engin spurning. Þar verða örugglega líka skemmtileg tónlistaratriði.

Til að svala sköpunarþörfinni enn frekar langar mig í Borgarbókasafnið milli 14 og 16, því þar verður hægt að föndra eitthvað skemmtilegt úr gömlum bókum og blöðum.

Þá passar að mæta við Hafnarhúsið kl. 17 og sjá hvers konar heim Óskar Ericsson ætlar að skapa úr helíumi.

Kvöldið fer í stefnulaust rölt um bæinn – hitta fólk, en það passar, áður en flugeldasýningin hefst, að ná dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu kl. 21 eða 22 þar sem dagskrá um Jörund hundadagakonung verður flutt í tali og tónum. begga@mbl.is