Gulir og glaðir Bítlarnir og kafbáturinn góði.
Gulir og glaðir Bítlarnir og kafbáturinn góði.
BANDARÍSKI leikstjórinn Robert Zemeckis á nú í viðræðum um endurgerð Bítlamyndarinnar um Gula kafbátinn (e. Yellow Submarine ). Upprunalega myndin, sem var teiknimynd, kom út árið 1968.

BANDARÍSKI leikstjórinn Robert Zemeckis á nú í viðræðum um endurgerð Bítlamyndarinnar um Gula kafbátinn (e. Yellow Submarine ). Upprunalega myndin, sem var teiknimynd, kom út árið 1968. Zemeckis vill færa hana til nútímalegra horfs og gera hana í þrívídd.

Zemeckis hyggst nota sömu tölvutækni og hann notaði við gerð teiknimyndanna Beowulf og The Polar Express , þ.e. teknar eru hreyfingar lifandi leikara sem eru svo notaðar í myndinni.

Vonast er til þess að myndin verði tilbúin fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í London árið 2012.

Guli kafbáturinn fjallar um ferðalag Bítlanna til neðansjávarparadísar sem kallast Pepperland. Bítlarnir koma svo Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, sem eru verndarar Pepperland, til bjargar undan Bláu kvikindunum (Blue Meanies), sem hata tónlist.