ÖKUMENN í Reykjavík og nágrenni þurfa að gæta sérlega vel að sér í umferðinni á næstu vikum því 1.300 sex ára nemendur hefja nám í grunnskólum borgarinnar og um það bil 100 fimm ára nemendur.

ÖKUMENN í Reykjavík og nágrenni þurfa að gæta sérlega vel að sér í umferðinni á næstu vikum því 1.300 sex ára nemendur hefja nám í grunnskólum borgarinnar og um það bil 100 fimm ára nemendur. Umferðarþunginn eykst dag frá degi um þessar mundir þar sem sumarleyfum lýkur.

Reykjavíkurborg hvetur alla þá borgarbúa sem geta nýtt sér reiðhjól og almenningssamgöngur í haust að gera það. Eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík kveður á um vistvænar ferðavenjur og í samræmi við það hefur til að mynda göngu- og hjólreiðastígurinn við Ægisíðu verið tvöfaldaður og strætisvögnum veittur forgangur. Foreldrar ungra grunnskólanema eru hvattir til að ganga með börnum sínum í skólann.