Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson
ÍSLAND og Holland mætast í landsleik í körfuknattleik karla í dag í Smáranum í Kópavogi í B-deild Evrópumótsins. Íslendingar lögðu Dani að velli í Álaborg s.l.

ÍSLAND og Holland mætast í landsleik í körfuknattleik karla í dag í Smáranum í Kópavogi í B-deild Evrópumótsins. Íslendingar lögðu Dani að velli í Álaborg s.l. miðvikudag en Ísland hefur lagt Dani tvívegis í riðlinum og eru það einu sigrar Íslands í keppninni. Þar fór Jón Arnór Stefánsson á kostum og skoraði hann 21 stig í 66:54 sigri.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 í dag en Hollendingar eru sem stendur í öðru sæti riðilsins og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að spila um laust sæti í A-deild. Ísland tapaði 84:68 í fyrri leiknum í Hollandi þar sem Francisco Elson leikmaður NBA-liðsins Milwaukee Bucks fór á kostum og skoraði hann 28 stig. Elson er 2.12 metrar á hæð en hollenska liðið er mjög hávaxið. Fimm leikmenn eru yfir 2.10 m. á hæð og sá stærsti er 2.22 m. á hæð og heitir hann Remon Van De Hare. Svartfjallaland er með fullt hús stiga í riðlinum eftir 5 leiki, Holland er með 4 sigra og 2 töp, Austurríki kemur þar næst með 3 sigra og 3 töp, og Ísland er í fjórða sæti. Danir eru á botninum með 6 tapleiki.