— Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ALLS fluttu 4.252 frá landinu á fyrri helmingi þessa árs en 2.720 til landsins, að því er kemur fram á fréttavef Hagstofunnar. Flestir fluttu til Póllands, eða 1.247. Þeir sem fluttu frá Póllandi til Íslands voru 667.

ALLS fluttu 4.252 frá landinu á fyrri helmingi þessa árs en 2.720 til landsins, að því er kemur fram á fréttavef Hagstofunnar.

Flestir fluttu til Póllands, eða 1.247. Þeir sem fluttu frá Póllandi til Íslands voru 667. Til Danmerkur fluttu 676 en frá Danmörku 540.

Þeir sem fluttu til Noregs fyrstu sex mánuði ársins voru 565 en 116 fluttu frá Noregi til Íslands.

Til Svíþjóðar fluttu 317 en 151 frá Svíþjóð til Íslands.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að meðalaldur brottfluttra á fyrri helmingi ársins hafi verið 29,3 ár miðað við 29,8 ár á sama tímabili í fyrra.

Meðalaldur aðfluttra var 26,8 ár á fyrstu sex mánuðum ársins en var 28,7 ár á sama tímabili í fyrra.

Mikill munur var á búferlaflutningum karla og kvenna milli landa. Fyrstu sex mánuðina fluttu 1.233 fleiri karlar frá landinu en til þess samanborið við 299 konur.

Kynjahlutfall landsmanna í heild færist nær hefðbundinni skiptingu hérlendis og var 1. júlí 1.024 karlar á móti hverjum 1.000 konum.