Stjórnarandstæðingar deildu í gær hart á Björn Val Gíslason, VG, varaformann fjárlaganefndar, vegna ummæla hans um að fyrirvarar við Icesave-frumvarpið breyttu í engu samningunum.

Stjórnarandstæðingar deildu í gær hart á Björn Val Gíslason, VG, varaformann fjárlaganefndar, vegna ummæla hans um að fyrirvarar við Icesave-frumvarpið breyttu í engu samningunum. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sagði að þegar málið var til afgreiðslu á vettvangi fjárlaganefndar hafi hann verið starfandi varaformaður „og var talsmaður míns flokks í málinu og þingflokkurinn ákvað það á fundi hér í vikunni að ég yrði talsmaður í þessu máli í þessari umræðu“.