Í gamla daga trúðu menn því að til væru hestar sem væru með mjótt en langt horn úr enni sínu. Slíkir hestar voru kallaðir einhyrningar. Til sönnunar um að þessi hestar væru til lögðu menn fram langt og mjótt horn sem þótti ljóst að væri af dýri komið.

Í gamla daga trúðu menn því að til væru hestar sem væru með mjótt en langt horn úr enni sínu. Slíkir hestar voru kallaðir einhyrningar. Til sönnunar um að þessi hestar væru til lögðu menn fram langt og mjótt horn sem þótti ljóst að væri af dýri komið. Í ljós kom seinna að hornið sem menn ætluðu einhyrningnum var snúin tönn af náhval.

Einhyrningurinn mun þó alltaf verða þekkt þjóðsagnapersóna og er tákn hreinleika í mörgum fornum sögnum. Eins þykir það boða mikla gæfu að dreyma einhyrning.