Eftirmæli. Norður &spade;85 &heart;10742 ⋄Á963 &klubs;K54 Vestur Austur &spade;10942 &spade;ÁK &heart;3 &heart;KG986 ⋄D1054 ⋄82 &klubs;10872 &klubs;G963 Suður &spade;DG763 &heart;ÁD5 ⋄KG7 &klubs;ÁD Suður spilar 3G.

Eftirmæli.

Norður
85
10742
Á963
K54
Vestur Austur
10942 ÁK
3 KG986
D1054 82
10872 G963
Suður
DG763
ÁD5
KG7
ÁD
Suður spilar 3G.

Eftirmæli Helenar Sobel (1910-1969) í alfræðiriti bridsmanna eru ekki af lakara taginu, en þar segir að hún sé „almennt álitin besta bridskona allra tíma“. Nú, jæja. Hvað sem síðar verður þá er ljóst af ýmsum dæmum að Sobel var með betri spilurum. Hún var í suður í spilinu að ofan. Vestur vakti á 1, Sobel doblaði, sagði svo 2G við 2 norðurs, sem aftur lyfti í 3G. Lauftvistur út, fjórða hæsta.

Eftir skamma skoðun á blindum spilaði Sobel smáum spaða í öðrum slag. Hún hafði reiknað út að austur ætti ÁK tvíspil. Hvernig þá? Jú, austur hlaut að vera með bæði háspilin fyrir opnun sinni, en tvílitinn taldi hún sannast af útspili vesturs – fjórða hæsta laufinu. Úr því að vestur átti ekki lengri lit hlaut skipting hans að vera 4-1-4-4.