Forstjórinn Árni Oddur segir rekstrarhorfur góðar.
Forstjórinn Árni Oddur segir rekstrarhorfur góðar.
EYRIR Invest ehf. hefur samið við alla eigendur skuldabréfaflokks félagsins um framlengingu og skilmálabreytingu. Fjárhæð skuldabréfaflokksins er 3,5 milljarðar króna og var á lokagjalddaga í fyrradag.

EYRIR Invest ehf. hefur samið við alla eigendur skuldabréfaflokks félagsins um framlengingu og skilmálabreytingu. Fjárhæð skuldabréfaflokksins er 3,5 milljarðar króna og var á lokagjalddaga í fyrradag. Skilmálabreytingin felur í sér að 90% af höfuðstóli verði greiddur 20. apríl 2011 og 10% fyrr.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með að samningar hafi náðst og það traust sem félaginu er sýnt.

Ábyrg fjármögnun

Í tilkynningu sem birt var í Kauphöll Íslands í gær er haft eftir Árna að langtímahorfur lykileigna Eyris séu góðar. „Í rekstri Eyris, sem og í aðkomu okkar að rekstri lykileigna, höfum við ávallt lagt ríka áherslu á skýra stefnu, gegnsæjan rekstur og ábyrga fjármögnun. Marel, Össur og Stork hafa sýnt mikinn styrk í krefjandi efnahagsumhverfi. Með auknu kostnaðaraðhaldi hefur tekist að viðhalda sterku sjóðsstreymi og rekstrarhorfur eru góðar,“ er haft eftir Árna Oddi í tilkynningunni.

Lykileignir Eyris eru 38% eignarhlutur í Marel Food Systems hf., 20% eignarhlutur í Össuri hf. og um 17% hlutur í hollensku iðnaðarsamsteypunni Stork. bjorgvin@mbl.is