Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
ÍSLENSK stjórnvöld skoða nú að höfða mál á hendur þeim sem stofnuðu til Icesave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi, Landsbankanum og forsvarsmönnum hans. Þetta staðfesti Steingrímur J. Sigfússon í samtali við mbl.is í gær.

ÍSLENSK stjórnvöld skoða nú að höfða mál á hendur þeim sem stofnuðu til Icesave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi, Landsbankanum og forsvarsmönnum hans. Þetta staðfesti Steingrímur J. Sigfússon í samtali við mbl.is í gær.

Steingrímur sagði ennfremur að reynt yrði eftir fremsta megni að endurheimta sem mest af því fé sem hefði verið lagt inn á Icesave-reikningana og lánað út til fyrirtækja, hér á Íslandi og erlendis.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist ekki geta sagt mikið til um hversu langt málið væri komið. „Ég vil nú ekki tjá mig um þessi mál, en ég get þó staðfest að það [málsókn á hendur forsvarsmönnum Landsbankans, innsk. blm.] er eitt af því sem er í skoðun.“

Málin eru meðal annars í skoðun hjá ríkislögmanni en unnið er að því heildstætt, meðal annars innan fjármálaráðuneytisins, að kanna með nákvæmum hætti hvernig unnt er að gæta hagsmuna ríkisins sem best. Meðal annars hafa úrræði skattayfirvalda verið efld. Hjá Alþingi er nú frumvarp til meðferðar sem gerir ráð fyrir heimild skattrannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir.

Meira á mbl.is

Ríkið í mál vegna Icesave