[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FLÓÐALDA þjófnaða og innbrota sem skall á með efnahagshruninu á síðasta ári er í útfalli. Þetta kemur fram í tölum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Þjófnaður eða hnupl úr verslunum er algengt og hefur jafnan náð hæðum í jólamánuðinum.

FLÓÐALDA þjófnaða og innbrota sem skall á með efnahagshruninu á síðasta ári er í útfalli. Þetta kemur fram í tölum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Þjófnaður eða hnupl úr verslunum er algengt og hefur jafnan náð hæðum í jólamánuðinum. Alls 47 voru teknir fyrir hnupl í desember 2007 en þegar leið á árið 2008 fór slíkum málum að fjölga. Samtals voru 104 gómaðir í nóvember í fyrra og 93 í desember. Í nóvember sl. voru hins vegar 83 teknir og 65 í líðandi mánuði, skv. tölum frá 22. desember.

Þegar harðna fór á dalnum í efnahagsmálum á síðasta ári fjölgaði innbrotum á höfuðborgarsvæðinu sem urðu 244 í nóvember í fyrra. Tölurnar voru á því róli alveg nú fram á haustmánuði en í nóvember sl. fór innbrotum að fækka og voru 185 í síðasta mánuði. Þróunin í desember er í sama takti niður á við.

Raftæki ýmiskonar hafa jafnan verið eftirsótt meðal þjófa. Árið 2007 var lögreglu 59 sinnum tilkynnt um stuld á GSM-símum, 142 sinnum í fyrra og í ár eru tilvikin orðin 189. Borið saman við undanfarin ár er málin fleiri en áður í öllum mánuðum en þeim hefur þó heldur fækkað með haustinu, sé stutt tímabil haft til samanburðar við fyrra ár. sbs@mbl.is

Innbrotum og þjófnaðarmálum um jól fækkar frá í fyrra

LÖGREGLU á höfuðborgarsvæðinu bárust frá því á Þorláksmessukvöld fram að kvöldmat í gær alls sextán tilkynningar um innbrot í hús, bíla og fyrirtæki. Þetta er mikil fækkun frá jólunum í fyrra þegar 48 innbrotsmál komu upp. Varðstjóri sem Morgunblaðið ræddi við útilokaði þó ekki að tilkynningar ættu eftir að verða fleiri, ef brotist hefði verið inn í fyrirtæki nú um jólin, þegar fólk mætti til vinnu nú í morgunsárið.