„VIÐ héldum að þetta yrði í góðu lagi, annars hefðum við aldrei notað leikmanninn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að HSÍ hafði dæmt Haukum 10:0-sigur á Val í...

„VIÐ héldum að þetta yrði í góðu lagi, annars hefðum við aldrei notað leikmanninn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að HSÍ hafði dæmt Haukum 10:0-sigur á Val í undanúrslitum deildabikarsins.

Valur vann leikinn 31:26 en vegna þátttöku Nínu K. Björnsdóttur, sem ekki fær félagaskipti sín í Val staðfest fyrr en um áramót, í leiknum dæmdist Haukum sigurinn. Valsmenn eru afar svekktir yfir þessari niðurstöðu enda töldu þeir sig hafa gert heiðursmannasamkomulag við Hauka.

„Við áttum í vandræðum með að manna liðið fyrir þetta mót, þótt það hafi tekist að lokum, og eftir að kollegi minn hjá Haukum tjáði okkur að þetta væri ekkert mál af hennar hálfu ákváðum við að nota leikmanninn. Haukarnir kvörtuðu svo yfir þessu og því tók HSÍ þessa ákvörðun. Okkur finnst þetta leiðinlegt mál í alla staði og fyrir alla sem að því koma,“ sagði Stefán. 2 sindris@mbl.is