Þýska kauphöllin Forsvarsmenn þýskra fyrirtækja kvarta sáran undan erfiðu aðgengi að lánsfé og vilja að þarlend stjórnvöld leggi þeim lið.
Þýska kauphöllin Forsvarsmenn þýskra fyrirtækja kvarta sáran undan erfiðu aðgengi að lánsfé og vilja að þarlend stjórnvöld leggi þeim lið. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞÝSK fyrirtæki óttast að takmarkað aðgengi að lánsfé getið valdið nýrri lánsfjárkreppu í landinu á næsta ári, að því er kemur fram í skoðanakönnun, sem unnin var fyrir Reuters-fréttastofuna.

Eftir Bjarna Ólafsson

bjarni@mbl.is

ÞÝSK fyrirtæki óttast að takmarkað aðgengi að lánsfé getið valdið nýrri lánsfjárkreppu í landinu á næsta ári, að því er kemur fram í skoðanakönnun, sem unnin var fyrir Reuters-fréttastofuna.

Stærstu samtök þýskra fyrirtækja búast við litlum hagvexti á næsta ári, en vara við því að hann geti að engu orðið batni ekki aðgengi fyrirtækja að lánsfé. Vilja þau að stjórnvöld hvetji þarlenda banka til að liðka fyrir um lánveitingar til fyrirtækja.

Á seinni hluta ársins hefur aðgengi þýskra fyrirtækja að fjármagni batnað, en lánsfjármarkaðir stífnuðu óvænt í desember og hafa ekki verið erfiðari fyrir fyrirtæki síðan í júlí.

Varar við verðbólgu

Hans-Peter Keitel, forseti BDI, samtaka iðnfyrirtækja, segist óttast að fjármögnun muni enn verða erfiðari á næsta ári og koma í veg fyrir efnahagsbata. Segir hann að botninum hafi verið náð, en langt sé í að hagkerfið hafi náð bata. Nokkur ár muni líða þar til hagkerfið nái þeim styrkleika sem það hafði árið 2008.

Fjárfestar í Bandaríkjunum ættu að festa fé sitt í hrávörum eins og timbri, olíu, landbúnaðarvörum og málmum, til að verja sig gegn óþægilegum afleiðingum verðbólgu, að sögn Bill Tedford, sérfræðings í skuldabréfaviðskiptum. Í samtali við Wall Street Journal, segist Tedford búast við meiri verðbólgu á næstu árum en bandaríski seðlabankinn hefur spáð. Annar vogunarsjóðsstjóri, John Paulson, er að stofna gullsjóð í sama tilgangi. Bendir á mjög hraða aukningu peningamagns í bandaríska hagkerfinu og segir hana geta leitt til mikillar verðbólgu á næstu árum.

Tedford spáir nú 3-4 prósenta verðbólgu í árslok 2010 og 5-6 prósenta verðbólgu árið 2011. Hann varar hins vegar við því að verðbólgan gæti orðið mun meiri.