Arnaldur Arnarson
Arnaldur Arnarson
Arnaldur Arnarson gítarleikari kemur fram á einleikstónleikum á morgun, þriðjudaginn 29. desember kl. 20, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Um er að ræða tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Arnaldur Arnarson gítarleikari kemur fram á einleikstónleikum á morgun, þriðjudaginn 29. desember kl. 20, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Um er að ræða tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Vert er að geta þess að allur ágóði rennur til nefndarinnar og ekki verður tekið við greiðslukortum. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Arnaldur flytur á tónleikunum verk eftir Jón Ásgeirsson, Elsa Olivieri Sangiacomo, Mario Castelnuovo-Tedesco, Johan Sebastian Bach, Mauro Giuliani, Paulo Bellinati, W. Walton.