Æskan BlackBerry æ vinsælli.
Æskan BlackBerry æ vinsælli.
UNGT fólk er smám saman að taka BlackBerry-tæknina upp á arma sína og knýr nú að mestu leyti söluvöxt á þessu símtæki og lófatölvu, sem viðskiptalífið hefur hingað til svo til einokað.

UNGT fólk er smám saman að taka BlackBerry-tæknina upp á arma sína og knýr nú að mestu leyti söluvöxt á þessu símtæki og lófatölvu, sem viðskiptalífið hefur hingað til svo til einokað. Þykir æskunni tækið henta vel til þess að senda smáskilaboð og tölvupóst. BlackBerry er skyndilega orðið afar vinsælt í háskólum í Bandaríkjunum, en í Financial Times kemur fram að 2% af háskólanemum í Bretlandi eiga slíkt tæki. Það þykir dágóður fjöldi, en fyrir tveimur árum hefði hann verið nærri núllinu. ivarpall@mbl.is