Hanna Guðrún Stefánsdóttir
Hanna Guðrún Stefánsdóttir
HANNA G. Stefánsdóttir, lykilleikmaður hjá Haukum, gat ekki leikið með liðinu gegn Val í deildabikarnum í handknattleik í gær vegna sprungu í beini í handarbaki. Hanna meiddist í síðustu umferð N1-deildarinnar fyrir jólafríið.

HANNA G. Stefánsdóttir, lykilleikmaður hjá Haukum, gat ekki leikið með liðinu gegn Val í deildabikarnum í handknattleik í gær vegna sprungu í beini í handarbaki. Hanna meiddist í síðustu umferð N1-deildarinnar fyrir jólafríið.

„Ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist. Ég held að það hafi bara putti flækst í treyju hjá andstæðingnum. Þetta lagast fljótt og ég stefni á fyrsta leik eftir áramótin,“ sagði Hanna sem hló við aðspurð hvort hún hefði misst af jólabakstrinum vegna meiðslanna.

„Já, ég slapp við hann. Ég er annars náttúrulega svo rosalega öflug í bakstrinum,“ sagði Hanna létt og óhætt að segja að vottað hafi fyrir smávægilegri kaldhæðni í röddinni. sindris@mbl.is