Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í leikritunarsjóðinn Prologos vegna fimmtu úthlutunar úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar, en úthlutað verður í febrúar.
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í leikritunarsjóðinn Prologos vegna fimmtu úthlutunar úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar, en úthlutað verður í febrúar. Prologos hefur verið starfræktur við Þjóðleikhúsið í eitt og hálft ár og er honum ætlað að efla íslenska leikritun og hvetja til nýsköpunar. Tíu leikskáld og sex leiksmiðjuverkefni hafa hlotið styrk úr sjóðnum. Nú er annars vegar auglýst eftir hugmynd að leikriti, hins vegar eftir hugmynd að leiksmiðju- eða tilraunaverkefni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, www.leikhusid.is.