Sáttur James Cameron ásamt tveimur frumsýningargesta á dögunum.
Sáttur James Cameron ásamt tveimur frumsýningargesta á dögunum. — Reuters
KVIKMYND James Camerons, Avatar, hefur heldur betur slegið í gegn hjá kvikmyndagestum undanfarna daga.
KVIKMYND James Camerons, Avatar, hefur heldur betur slegið í gegn hjá kvikmyndagestum undanfarna daga. Hún var vinsælasta myndin vestanhafs um jólin, hefur skilað í kassann 212,3 milljónum Bandaríkjadala en það svarar til 27,3 milljarða króna, frá frumsýningu fyrir níu dögum. Önnur vinsælasta myndin vestanhafs um jólin var kvikmyndin um Sherlock Holmes en hún skilaði 65,4 milljónum dala í kassann um helgina en Avatar 75 milljónum. Alvin og íkornarnir tók inn rúmar 50 milljónir dala á meðan kvikmyndin It's Complicated skilaði 22,1 milljónum. Íslendingar hafa einnig tekið Avatar vel því skv. upplýsingum frá Senu fyrir jól seldust 55% fleiri miðar á hana yfir frumsýningarhelgi en kvikmyndina 2012. Avatar er þar með orðin mest sótta mynd ársins sé litið til fyrstu sýningarhelgar.