Bono
Bono
ÍRSKU rokkararnir í U2 stefna á að senda frá sér þrettándu hljóðversskífuna í júní, um það leyti sem risatúr þeirra rennur af stað á ný. Forsprakki hljómsveitarinnar, Bono, staðfesti þetta í samtali við írskt dagblað.

ÍRSKU rokkararnir í U2 stefna á að senda frá sér þrettándu hljóðversskífuna í júní, um það leyti sem risatúr þeirra rennur af stað á ný. Forsprakki hljómsveitarinnar, Bono, staðfesti þetta í samtali við írskt dagblað. Hann ræðir árið framundan í viðtali við dagblaðið Irish Independent en þar segir hann sveitina hafa unnið að nýju efni síðustu vikurnar fyrir jól.

Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt hjá Írunum og hljómleikaferð þeirra, 360 tour, er í þann mund að verða sú sem skilar mestu í kassann í rokksögunni.

Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Paul McGuinness, segir að tekjurnar verði um 750 milljónir dala þegar upp er staðið en til samanburðar skilaði annar tekjuhæsti túrinn, A Bigger Bang með Rolling Stones, um 590 milljónum dala í kassann á núverandi gengi.