FJÖLMENNI sótti guðsþjónustur í kirkjum landsins um hátíðar og er mat sóknarpresta að kirkjusókn hafi sjaldan verið meiri.

FJÖLMENNI sótti guðsþjónustur í kirkjum landsins um hátíðar og er mat sóknarpresta að kirkjusókn hafi sjaldan verið meiri. „Í þeim hremmingum sem þjóðin er nú að fara í gegnum hafa margir snúið vörn í sókn og taka afstöðu með kirkju og kristinni trú með því að mæta vel í messu. Ég hef fundið vel fyrir þessu að undanförnu,“ sagði sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur á Selfossi, í samtali við Morgunblaðið.

Á Selfossi voru tvær messur á aðfangadagskvöld, hátíðarguðsþjónusta á jóladag og fjölskyldumessa á öðrum degi jóla auk helgihalds á sjúkrahúsi. Þá eru tíu börn borin til skírnar á Selfossi um hátíðar og tvenn brúðhjón ganga upp að altarinu.

Almennt voru helgiathafnir á höfuðborgarsvæðinu fjölsóttar og í tuttugu kirkjum þar voru haldnar fimmtíu guðsþjónustur. sbs@mbl.is