TOPPURINN í orkunotkun á svæði Orkuveitu Reykjavíkur í jólamánuðinum var 2. desember en ekki á aðfangadagskvöld, eins og gjarnan hefur verið.

TOPPURINN í orkunotkun á svæði Orkuveitu Reykjavíkur í jólamánuðinum var 2. desember en ekki á aðfangadagskvöld, eins og gjarnan hefur verið. Um nokkurra ára skeið hefur orkunotkunin verið mest fyrri hluta desember, áður en fer að draga úr umsvifum í framleiðslu og þjónustu vegna hátíðanna.

Hinn 9. desember í fyrra fór aflþörfin á höfuðborgarsvæðinu í 213 megavött, sem er mesta raforkunotkun sem þar hefur mælst frá upphafi. Afltoppurinn á aðfangadagskvöld 2008 var 203 MW. Við almennan samdrátt í efnahagslífinu á þessu ári hefur dregið nokkuð úr raforkunotkun á höfuðborgarsvæðinu. Miðvikudaginn 2. desember mældist notkunin 205 megavött, sem er það mesta sem af er ári.

Á vef OR kemur fram að raforkuþörf höfuðborgarsvæðisins hafi fyrst farið yfir 200 megavött í desember 2007. sbs@mbl.is