Viðskiptavinir netverslunarinnar Amazon keyptu fleiri rafbækur á jóladag en prentaðar bækur. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist í sögu verslunarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Viðskiptavinir netverslunarinnar Amazon keyptu fleiri rafbækur á jóladag en prentaðar bækur. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist í sögu verslunarinnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt, að lestölva, sem það framleiðir fyrir rafbækur, Kindle, sé orðin helsta gjafavaran í sögu Amazon.

Hægt er nú að kaupa 390 þúsund bókatitla fyrir Kindle tölvuna en einnig er hægt að lesa þá í iPhone og iPod frá Apple. Amazon hefur ekki enn birt sölutölur fyrir Kindle en Forrester Research áætlaði í október, að Kindle hefði um það bil 60% markaðshlutdeild á Bandaríkjamarkaði en Sony Reader kæmi næstur með 35%.

Fyrir jólin kom samkeppni frá bandarísku bóksölukeðjunni Barners & Noble, sem setti á markað lestölvuna Nook. Fyrirtækið segist hafa selt allar tölvurnar fyrir jólin.

Forrester áætlaði að 3 milljónir lestölva yrðu seldar í Bandaríkjunum á þessu ári og salan mundi tvöfaldast á næsta ári.