STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMINN Birta Aradóttir fagnar tvítugsafmæli sínu með því að snæða í kvöld á góðu veitingahúsi með fjölskyldunni. Birta segir það hafa sína kosti og galla að eiga afmæli svo stuttu eftir jólahátíðina.

STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMINN Birta Aradóttir fagnar tvítugsafmæli sínu með því að snæða í kvöld á góðu veitingahúsi með fjölskyldunni. Birta segir það hafa sína kosti og galla að eiga afmæli svo stuttu eftir jólahátíðina. Það getur til dæmis verið nokkuð vandasamt að blása til veislu enda margir bundnir við mannamót tengd jólum, en hins vegar geti verið afskaplega gaman að sjá hugmyndauðgina í gjafavali, sem á stundum eru í formi handskrifaðra gjafabréfa. „Ég hef oft fengið gjafakort um hvað ég muni fá. Eitt sinn fékk ég kort sem á stóð að ég fengi skauta þegar búðir yrðu opnaðar að nýju,“ segir Birta.

Fjölskylda Birtu hefur einnig gjarnan skroppið í jólafrí til útlanda yfir hátíðirnar og því fylgir að sjálfsögðu að halda upp á afmælið á framandi slóðum. Einna eftirminnilegastur var afmælisdagurinn fyrir þremur árum þegar Birta varð sautján ára. „Fjölskyldan fór þá í jólafrí til Ítalíu og á afmælisdaginn skoðuðum við Péturskirkjuna, dómkirkju páfans, auk safna Vatíkansins.“

Eins og fyrr segir nemur Birta stjórnmálafræði, og lauk hún fyrstu önn við Háskóla Íslands í desember með glans. andri@mbl.is