Hávær þögn. Norður &spade;KD1094 &heart;G6 ⋄ÁG3 &klubs;G105 Vestur Austur &spade;8652 &spade;Á7 &heart;ÁD984 &heart;1072 ⋄8 ⋄D964 &klubs;932 &klubs;D876 Suður &spade;G3 &heart;K53 ⋄K10752 &klubs;ÁK4 Suður spilar 3G.

Hávær þögn.

Norður
KD1094
G6
ÁG3
G105
Vestur Austur
8652 Á7
ÁD984 1072
8 D964
932 D876
Suður
G3
K53
K10752
ÁK4
Suður spilar 3G.

Sem gjafari opnar suður á 1, fær svar á 1, segir 1G og norður hækkar í 3G. Blátt áfram sagnir og útspilið er 8 – fjórða hæsta. Sagnhafi reynir gosann og hann heldur.

Víst er freistandi að fara strax í spaðann, enda spilið öruggt ef Á er í vestur. En þá ber að hafa í huga að vestur sagði EKKI 1 við tígulopnuninni. Sú þögn hans er æpandi. Með Á til hliðar við góðan fimmlit í hjarta hefði vestur vafalítið stungið inn sögn. Og varla er útspilið frá fjórlit, því ÁD98 eða ÁD108 eru ekki litir sem þarf að fría.

Að svo mæltu er vinningsleiðin næstum þvinguð. Sagnhafi svínar fyrir D og spilar svo G úr borði. Þannig má ráða við drottningu fjórðu í austur ef einspil vesturs er 8 eða 9.