[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlín fögnuðu góðum sigri á Gummersbach , 30:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Berlínarliðið, sem steinlá fyrir botnliði Dormagen á dögunum, náði mest tíu marka forystu í seinni hálfleiknum.
D agur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlín fögnuðu góðum sigri á Gummersbach , 30:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Berlínarliðið, sem steinlá fyrir botnliði Dormagen á dögunum, náði mest tíu marka forystu í seinni hálfleiknum. Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse og Róbert Gunnarsson, fyrirliði Gummersbach, gerði 2 mörk.

Alfreð Gíslason og hans menn í Kiel komust á sigurbraut á ný á laugardaginn þegar þeir unnu Grosswallstadt , 31:26. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel en Sverre Jakobsson gerði eitt mark fyrir Grosswallstadt. Hamburg heldur þó toppsætinu eftir sigur á Balingen í gær, 31:26.

Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson ekkert þegar lið þeirra tapaði naumlega fyrir Magdeburg á útivelli, 26:27. Heiðmar Felixson náði ekki að skora fyrir N -Lübbecke sem vann Melsngen örugglega, 32:23. Þórir Ólafsson fyrirliði N-Lübbecke var ekki með vegna meiðsla.

G uðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Rhein-Neckar Löwen var í stóru hlutverki í fyrrakvöld þegar liðið vann Wetzlar , 34:26, á útivelli. Guðjón Valur skoraði 7 mörk, þar af fimm af fyrstu tíu mörkum liðsins. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Snorri Steinn Guðjónsson ekkert.

Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo sem tapaði fyrir Göppingen á útivelli, 28:32. Logi Geirsson náði ekki að skora fyrir Lemgo. Flensburg lagði Burgdorf , 31:24, en hvorki Alexander Petersson hjá Flensburg né Hannes Jón Jónsson hjá Burgdorf skoraði mark að þessu sinni. Ekki heldur Sturla Ásgeirsson hjá Düsseldorf sem vann Dormagen , 34:26.

H reiðar Levy Guðmundsson , landsliðsmarkvörður í handknattleik, lék mjög vel með Emsdetten sem vann Edewecht á útivelli, 33:26, í norðurriðli þýsku 2. deildarinnar á öðrum degi jóla. Hreiðar varði 17 skot, þar af eitt vítakast. Einar Ingi Hrafnsson gerði 2 mörk fyrir Nordhorn sem gerði jafntefli, 26:26, við Wilhelmshavener á útivelli. Emsdetten er í öðru sæti með 28 stig og Nordhorn er í þriðja sæti með 22 stig.

Atli Hilmarsson , þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik, var fjarri góðu gamni í gærkvöldi er liðið lék við Fram . Hann varð fimmtugur á Þorláksmessu og hélt upp á daginn í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Dóttir hans, Þorgerður Anna , lék því ekki með Stjörnunni í leiknum.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig fyrir Granada í gærkvöld þegar lið hans vann Fuenlabrada , 83:76, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Jón Arnór lék í 23 mínútur.