SKIPUÐ hefur verið ný stjórn Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, formaður stjórnar Íslandsbanka.

SKIPUÐ hefur verið ný stjórn Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, formaður stjórnar Íslandsbanka. Morgunblaðið hefur einnig fengið staðfest að í hópi stjórnarmanna verði nokkrir erlendir aðilar, en samkvæmt fréttum RÚV verða í stjórninni tveir Bandaríkjamenn, Norðmaður, Breti og þrír Íslendingar.

Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, segir eftirlitið um þessar mundir vera að meta hæfi væntanlegra stjórnarmanna. „Málið er á síðustu metrunum,“ segir hann. Ekki liggi fyrir hversu langan tíma sú vinna taki, en heldur meiri vinna fari í að meta hæfi erlendra stjórnarmanna en Íslendinga.

Eignarhaldsfélag um nýja Íslandsbanka skipar stjórnarmennina. „Það er verið að gæta sjálfstæðis nýja bankans með þessu eignarformi,“ segir Gunnar.