VALSMENN léku án nokkurra af sínum sterkustu leikmönnum í undanúrslitum deildabikars karla í handknattleik í gær þegar þeir töpuðu fyrir Haukum. Meðal þeirra sem vantaði í hópinn var Elvar Friðriksson en hann er á leið í uppskurð vegna kviðslits.

VALSMENN léku án nokkurra af sínum sterkustu leikmönnum í undanúrslitum deildabikars karla í handknattleik í gær þegar þeir töpuðu fyrir Haukum. Meðal þeirra sem vantaði í hópinn var Elvar Friðriksson en hann er á leið í uppskurð vegna kviðslits.

„Hann er tilbúinn í aðgerðina og kemst vonandi í hana sem fyrst. Hann verður svo frá keppni í þrjár til sex vikur af þessum sökum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið.

Hlé er nú á N1-deildinni vegna Evrópumeistaramótsins í janúar og er næsti leikur Vals því ekki fyrr en 4. febrúar gegn Gróttu. Óvíst er hvort Elvar verður þá orðinn klár í slaginn. sindris@mbl.is