Humarsúpa Jón Sölvi Ólafsson kynnir Humarsoð Kokksins í verslun og gefur fólki að dreypa á. Hann hefur selt humarsúpu á Hornafirði sl. tvö ár.
Humarsúpa Jón Sölvi Ólafsson kynnir Humarsoð Kokksins í verslun og gefur fólki að dreypa á. Hann hefur selt humarsúpu á Hornafirði sl. tvö ár.
„BRÓÐIR minn er tölvumaður og lítill kokkur. Hann biður mig alltaf að senda sér humarsoð þegar eitthvað stendur til,“ segir Jón Sölvi Ólafsson hjá Kokknum á Hornafirði.

„BRÓÐIR minn er tölvumaður og lítill kokkur. Hann biður mig alltaf að senda sér humarsoð þegar eitthvað stendur til,“ segir Jón Sölvi Ólafsson hjá Kokknum á Hornafirði. Þessi samvinna bræðranna þróaðist út í viðskiptahugmynd um framleiðslu og sölu á frosnu humarsoði sem komið er á markaðinn.

Þróað hjá Matís

Jón Sölvi hefur selt humarsúpu í söluturni í „humarhöfuðstað“ landsins, Hornafirði, undanfarin tvö sumur og segir það hafa mælst vel fyrir.

Hann hefur verið að þróa framleiðslu á frosnu humarsoði með aðstoð Matís og framleiðir það í tilraunaeldhúsi Matís á Hornafirði. Nú er varan komin á markað, fyrsta og eina handgerða humarsoðið sem framleitt er hér á landi, og er meðal annars selt í Melabúðinni, verslunum Nóatúns og Fjarðarkaupum.

Humarsoðið er með ferskar humarskeljar. Bæta þarf við rjóma, hvítvíni og koníakslögg. Einnig má bæta við humarhölum. Með þessum undirbúningi Jóns Sölva getur fólk lagað sína „eigin“ ljúffengu humarsúpu á nokkrum mínútum.

helgi@mbl.is