LÖGREGLA hefur ekki sérstakan viðbúnað vegna fregna um að norrænir vítisenglar hyggist koma hingað um áramót og fagna nýju ári með systurfélagi sínu hér.

LÖGREGLA hefur ekki sérstakan viðbúnað vegna fregna um að norrænir vítisenglar hyggist koma hingað um áramót og fagna nýju ári með systurfélagi sínu hér. „Þegar Vítisenglar koma hingað til lands er venjan að þeim sé snúið við á landamærum og ég reikna með að svo yrði einnig gert nú,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Löggæsla á Keflavíkurflugvelli tekur í umræddu máli sem öðrum mið af alþjóðlegum viðmiðum. „Við fylgjumst með því sem gerist erlendis,“ segir lögreglustjóri. Bendir á að yfir jólin hafi eftirlit verið hert í kjölfar tilraunar til að sprengja upp flugvél yfir Bandaríkjunum. Sama hafi verið gert á flugvöllum annars staðar í veröldinni.