STUNDUM gerir jólasveinninn ófyrirgefanleg mistök.

STUNDUM gerir jólasveinninn ófyrirgefanleg mistök. Tveir sænskir strákar, átta og tólf ára, í borginni Gällivare í norðurhluta landsins voru svo óánægðir með jólagjafirnar sínar að þeir struku að heiman á aðfangadag, að sögn blaðsins Norrländska sosialdemokraten .

Foreldrarnir hringdu áhyggjufullir í lögregluna um sjöleytið á aðfangadagskvöld og sögðu drengina hafa horfið. Fjöldi lögreglumanna hóf þegar leit og leigubílstjórar voru einnig beðnir um að hafa augun hjá sér ef þeir sæju grunsamlega stráka. Tveim klukkustundum síðar fundust þeir á ráfi í miðborginni eftir ábendingu frá leigubílstjóra. kjon@mbl.is