Brons Hallgrímskirkja fær bronshurðir.
Brons Hallgrímskirkja fær bronshurðir.
VIÐGERÐ á kirkjuturni Hallgrímskirkju er nú lokið og hafa vinnupallar verið teknir niður. Það er stór áfangi en síðasti hluti framkvæmdanna er þó eftir. Þá verða settar nýjar hurðir í aðaldyr kirkjunnar.

VIÐGERÐ á kirkjuturni Hallgrímskirkju er nú lokið og hafa vinnupallar verið teknir niður. Það er stór áfangi en síðasti hluti framkvæmdanna er þó eftir. Þá verða settar nýjar hurðir í aðaldyr kirkjunnar. Þær eru miklar að vöxtum og þarf að vanda dyraumbúnað allan mjög rækilega fyrir þær. Söfnun til að bera kostnað af þessari framkvæmd hefur staðið yfir í mörg ár og er möguleg vegna rausnarlegra framlaga velunnara kirkjunnar innanlands sem utan. Hurðirnar eru úr bronsi með innlögðu mósaíki og voru smíðaðar hjá hinu þekkta Strassacker verkstæði í Suður-Þýskalandi.

Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 7-8 vikur og er óhjákvæmilegt að loka kirkjunni meðan á þessum framkvæmdum stendur. Þó fer fram ýmiskonar dagleg starfsemi í kórkjallara kirkjunnar, bænastundir, morgunmessur, fermingarfræðsla, foreldramorgnar, starf með eldri borgurum, barna- og unglingastarf, AA og EA fundir. Prestar verða einnig við á viðtalstímum.

Messur um áramótin verða með hefðbundnum hætti. Á gamlársdag verða hátíðarhljómar kl. 17:00 og aftansöngur kl. 18:00. Á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Síðasta messa fyrir lokun verður sunnudaginn 3. janúar nk. kl. 11:00.