GLITNIR var einn af stærstu lántakendum Royal Bank of Scotland (RBS), að því er kemur fram í frétt Daily Mail . Glitnir skuldaði bankanum um 500 milljónir punda ef marka má þær kröfur sem gerðar voru í þrotabú Glitnis.

GLITNIR var einn af stærstu lántakendum Royal Bank of Scotland (RBS), að því er kemur fram í frétt Daily Mail . Glitnir skuldaði bankanum um 500 milljónir punda ef marka má þær kröfur sem gerðar voru í þrotabú Glitnis. Langstærstur hluti þeirrar upphæðar var afskrifaður á árinu 2008, en RBS tapaði 24 milljörðum punda á því reikningsári. Talsmaður RBS sagði í gær að ekki væri búist við meira tapi til viðbótar en í mesta lagi 50 milljónum punda vegna gjaldþrots Glitnis. RBS fór afar illa úr fjármálakreppunni , og bankinn verður brátt í 84% eigu breska ríkisins. thg@mbl.is