Álfyrirtækin á Íslandi þurfa ekki í bráð að greiða fyrir heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Ný tilskipun Evrópusambandsins um viðskipti með losunarheimildir tekur gildi 1. janúar 2013.

Álfyrirtækin á Íslandi þurfa ekki í bráð að greiða fyrir heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Ný tilskipun Evrópusambandsins um viðskipti með losunarheimildir tekur gildi 1. janúar 2013. Þótt ekki sé búið að ganga frá öllum reglum um þessi viðskipti liggur fyrir að áliðnaðurinn í Evrópu fær fram til ársins 2020 stóra losunarkvóta án þess að þurfa að greiða fyrir þá. Þau fyrirtæki sem menga minnst þurfa ekki að greiða fyrir kvótana. Íslensku álfyrirtækin standa mjög vel að vígi í samanburði við önnur fyrirtæki í Evrópu. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað á hvert tonn. Sem dæmi má nefna að útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá álverum á Íslandi jókst um 72% frá 1990 til 2007 en framleiðslan jókst hins vegar um 418%. | 4