— Morgunblaðið/RAX
BYRJAÐ er að hlaða bálkesti fyrir áramótin og er sú vinna fyrst og fremst í höndum starfsmanna sveitarfélaga. Áður fyrr voru áhugasamir unglingar dugmiklir við að hlaða bálkestina.
BYRJAÐ er að hlaða bálkesti fyrir áramótin og er sú vinna fyrst og fremst í höndum starfsmanna sveitarfélaga. Áður fyrr voru áhugasamir unglingar dugmiklir við að hlaða bálkestina. Almenningur getur sem fyrr lagt til efni og best þykir að fá hreint timbur og bretti á brennurnar en plast, gúmmí og unnið timbur á þangað ekki erindi. Brennan í Kópavogsdal var byrjuð að taka á sig mynd í gær.