KVIKMYNDIN Bjarnfreðarson var gífurlega vel sótt dagana 26.-28. desember og námu tekjur af henni að loknum þessum þremur sýningardögum um 18,9 milljónum króna, skv. upplýsingum frá Sambíóunum sem sýna myndina.
KVIKMYNDIN
Bjarnfreðarson
var gífurlega vel sótt dagana 26.-28. desember og námu tekjur af henni að loknum þessum þremur sýningardögum um 18,9 milljónum króna, skv. upplýsingum frá Sambíóunum sem sýna myndina. Til samanburðar má geta þess að kvikmyndin
Harry Potter og Leyniklefinn
náði 16,6 milljónum króna eftir jafnmarga sýningardaga, þ.e. á frumsýningardegi og næstu tvo daga á eftir, en hún var frumsýnd á föstudegi. Tekjuhæsta íslenska kvikmyndin yfir frumsýningarhelgi sem nær frá föstudegi til sunnudags er
Mýrin
, með um 15,8 milljónir króna.