Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði ekki haft þau gögn undir höndum sem nefnd eru í bréfi lögmannsstofunnar Mischon de Reya. Þau hefði hann fyrst séð í gærkvöldi.

ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði ekki haft þau gögn undir höndum sem nefnd eru í bréfi lögmannsstofunnar Mischon de Reya. Þau hefði hann fyrst séð í gærkvöldi. Undir köllum utan úr þingsal sagði ráðherrann: „Ég hef alltaf sagt satt í þessu máli,“ og bætti við að hann hefði ekki fengið kynningu á umræddum gögnum.

Össur sagðist taka undir það með þingmönnum stjórnarandstöðunnar að óheppilegt væri að gögnin kæmu fram svona seint og skilja það að þingmenn teldu sig hafa ástæðu til að skoða þau vel.

Sjálfur sagðist hann hafa hlaupið yfir kynningargögnin sem hann hefði átt að sjá en leynt hefði verið. Hann sagði einn kafla skipta mestu máli, þ.e. um möguleika íslenskra stjórnvalda til að höfða mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Álit lögmannsstofunnar væri hins vegar það sama og fyrri ríkisstjórnar, að einstaklingar gætu höfðað mál hefðu þeir tapað eignum í kjölfar beitingar laganna, þ.m.t. hlutabréfum.

Össur sagði hins vegar þá samninga sem rætt væri um á Alþingi ekki fela það í sér að sá réttur væri tekinn burt af hálfu ríkisstjórnarinnar.