Vic Chestnutt
Vic Chestnutt
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Vic Chestnutt lést á jóladag, 45 ára að aldri. Chestnutt var þekktur fyrir harmi þrungnar lagasmíðar og svo virðist sem hann hafi reynt að svipta sig lífi, fallið í dá og látist í kjölfarið. Söngvari R.E.M.
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Vic Chestnutt lést á jóladag, 45 ára að aldri. Chestnutt var þekktur fyrir harmi þrungnar lagasmíðar og svo virðist sem hann hafi reynt að svipta sig lífi, fallið í dá og látist í kjölfarið. Söngvari R.E.M., Michael Stipe, uppgötvaði hann á 9. áratugnum og framleiddi fyrstu tvær plöturnar hans. Chesnutt sendi alls 13 plötur frá sér á ferlinum. Hann var bundinn við hjólastól eftir að hafa lent í bílslysi 18 ára.